Hlutdeild nýorkubíla 72,5% fyrstu níu mánuði ársins

Tölur sýna að nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu ársins er 5,4% meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar orðnar 13.838 en voru í fyrra 13.127 fyrstu níu mánuði ársins. Bílar til almennra notkunar eru alls 7.076 sem er um 51,1% hlutdeild. Bifreiðar til ökutækjaleiga eru 6.674 sem er um 48,2% hlutdeild að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Það sem af er árinu er hlutdeild nýorkubíla alls 72,%. Hreinir rafmagnsbílar eru 42,1%, alls 5.819 bílar. Hybridbílar koma næstir með 19,3% hlutdeild og alls 2.695 bíla. Dísilbílar koma í þriðja sæti með 15,6% hlutdeild, alls 2.108 bílar. Bensínbílar eru með 12,3% hlutdeild, alls 1.704 bílar. Tengiltvinnbílar eru með 10,9% hlutdeild og alls 1.508 bíla.

Bílategundin Toyota er sem fyrr í efsta sætinu hvað fjölda nýskráninga varðar. Alls eru skráðir 2.430 bílar sem er um 17,3% hlutdeild á markaðanum. Tesla er í öðru sæti með 15,9% hlutdeild, alls skráða 2.197 bíla fyrstu níu mánuði ársins. Kia er í þriðja sæti með 12,2% hlutdeild, alls 1.690 bíla.

Tesla með flestar nýskráningar í september

Þess má geta að í septembermánuði einum voru langflestar nýskráningar í Tesla. Alls 328 bifreiðar. Í sama mánuði voru nýskráningar í Toyota 328 og í Kia 88.