Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nam 69,8% í janúar

Nýskráningar í janúar voru alls 579 sem er samdráttur upp á 18,3% miðað við fyrsta mánuð síðasta árs. Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nemur 69,8%, það er rafmagns- hybrid og tengiltvinnbíla. 94,0% er til almennra ntkunar og 5,7% til bílaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Tengiltvinnbílar eru með 29,4% hlutdeild í janúar. Rafmagnsbílar 20,7% og hybrid með 19,7%. Dísilbílar eru með 16,1% hlutdeild fyrsta mánuð þessa árs og bensín 14,2%.

Nýskráningar eru flestar í Toyota, alls 93 bifreiðar, og er hlutdeild tegundarinnar 16,1%. Kia er í öðru sæti með 62 bifreiðar og Mitsubishi 53. Þar á eftir kemur Volvo með 37 bifreiðar og Mercedes-Benz með 34.