Höldum fókus

Átakið Höldum fókus 3 stendur yfir dag­ana 18.-23. ág­úst.
Átakið Höldum fókus 3 stendur yfir dag­ana 18.-23. ág­úst.

Átakið Höldum fókus er nú haldið í þriðja sinn og stendur það yfir dag­ana 18.-23. ág­úst. Stærsti hluti þess fer fram í Smáralind þar sem gestum gefst kostur á að upp­lifa með áhrifa­ríkum hætti hversu hættu­legt það er í raun að nota sím­ann undir stýri, án þess þó að stefna sér í voða. Snjallsíma­notkun við akstur er orðið eitt helsta áhyggju­efni allra sem koma að um­ferðarör­ygg­is­málum í heim­inum og brýnt að öku­menn átti sig á því hversu al­var­legar af­leiðingar þessi hegðun getur haft í för með sér.