Hraðhleðlsustöðvum hjá Olís fjölgar

Olís hef­ur opnað nýja hraðhleðslu­stöð fyr­ir raf­bíla á þjón­ustu­stöð fé­lags­ins á Reyðarf­irði. Hraðhleðslu­stöðvar Olís eru þar með orðnar fjór­ar; í Álf­heim­um í Reykja­vík, á Höfn í Hornafirði, Sigluf­irði og Reyðarf­irði.

„Fjölg­un hraðhleðslu­stöðva er liður í auk­inni þjón­ustu fyr­ir okk­ar viðskipta­vini. Raf­bíl­um fer ört fjölg­andi og við vilj­um að sjálf­sögðu fylgja raf­bílaþró­un­inni eft­ir og geta boðið raf­bíla­eig­end­um að hlaða bíla sína á þjón­ustu­stöðvum Olís. Við bjóðum upp á hraðvirk­ir og not­enda­væn­ar hraðhleðslu­stöðvar þar sem aðgengi er þægi­legt og snyrti­legt," seg­ir Jón Ólaf­ur Hall­dórs­son, for­stjóri Olís.

Tíma­gjaldið á hraðhleðslu­stöðvum Olís (50 kW) er nú 45 kr. kWst. Mín­útu­gjaldið byrj­ar að telja eft­ir 30 mín­út­ur frá upp­hafi hleðslu og er þá 10 kr./​mín. Tíma­gjaldið á hæg­hleðslu­stöðvum Olís (22kW) er nú 23 kr. kWst og mín­útu­gjaldið er 1 kr./​mín. eft­ir fyrstu 30 mín­út­urn­ar. Mín­útu­gjaldið byrj­ar því ekki að telja fyrstu 30 mín­út­urn­ar í hleðslu bæði á hrað- og hæg­hleðslu­stöðvum Olís.