Hráolíuverðið hrapar

Verð á hráolíu af Brent svæðinu lækkaði í morgun um 2,27 dollara tunnan og kostar hún nú 72,19 dollara. Sömuleiðis lækkaði verð á bandarískri hráolíu um 1,48 dollara niður í 72,19 dollara tunnan. Hráolíuverð í heiminum er nú Það lægsta sem verið hefur undanfarin fjögur ár.

Þessar lækkanir rekur Financial Times til frétta af fyrirhuguðum fundi olíuframleiðsluríkjanna í OPEC í Vínarborg og minnkandi líkur á að þar verði samþykkt að draga úr olíuframleiðslu til að stemma stigu við frekari lækkunum. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hrapað mjög undanfarið. Frá því í júní sl. hefur það lækkað um rúmlega 30 prósent.

Olíuverðspámenn Financial Times telja að eins og nú er ástatt sé það þýðingarlítið fyrir OPEC að samþykkja að draga úr olíuframleiðslunni í þeirri von að verðið hækki við það. Þvert á móti muni slík samþykkt verða gagnslítil. Verðið muni engu að síður halda áfram að lækka. Ástæðurnar séu fyrst og fremst þær að miklar olíubirgðir séu til í heiminum, ekki síst í OPEC ríkjunum og í Bandaríkjunum, og mjög hafi hægt á eftirspurn eftir olíu í Kína og í Evrópu.

Dagleg olíuframleiðsla OPEC ríkjanna (Saudi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmanna, Kuwait og Qatar) er nú 30 milljón tunnur. Olíuspámenn telja að olíuframleiðsla í heiminum sé nú þegar það mikil að misgengi milli hennar og eftirspurnarinnar muni fari vaxand og birgðir hlaðast uppi. Líklegt sé að þegar upp úr miðju næsta ári verði heimsframleiðslan orðin um það bil 1-1,5 milljón tunnur á dag umfram eftirspurnina.