Hrun í bílasölu í Evrópu

Hvert sem litið er hefur bílasala í Evrópu dregist gífurlega saman. Bara í mars einum drógst bílasala saman um 85% á Ítalíu og  í Frakklandi um 72% og þessi samdráttur er allur rakinn til kórónafaraldursins. Nýskráningar í Frakklandi numu rúmlega 60 þúsund bíla og hafa aðrar eins tölur ekki sést.

 Sala á rafbílum er rúmlega 8% en salan á þeim hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Peugeot er söluhæsti bíllinn en af honum seldust tæplega 23 þúsund eintök. Í Evrópusambandslöndunum seldust tæplega 570 þúsund bílar í marsen í sama mánuði í fyrra voru þeir 1,2 milljónir.

Á fyrstu þremur mánuðum þess árs seldust rétt tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu, 25,6 prósentum færri en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í einstöku landi er samdrátturinn minnstur í Þýskalandi, 37,7%, sölutölur sem aldrei hafa sést þaðan áður.