Hugsaðu áður en þú heldur af stað

http://www.fib.is/myndir/Notadu-logo.jpg
FÍB tekur þátt í alþjóðlegu umferðaröryggisverkefni sem á íslensku nefnist „Hugsaðu áður en þú heldur af stað.“ Verkefnið hófst að frumkvæði FIA, alþjóðasamtaka bifreiðaeigendafélaga. Framkvæmd þess í hverju landi fyrir sig er í höndum  bifreiðaeigendafélaganna. Helsti styrktaraðili verkefnisins á alþjóðavísu er hjólbarðaframleiðslufyrirtækið Bridgestone í Japan en ýmsir aðilar styrkja framkvæmd þess í hverju landi fyrir sig.

http://www.fib.is/myndir/Hugsadu.jpg

Verkefnið „Hugsaðu áður en þú heldur af stað.“ er þegar hafið hér á Íslandi með birtingu fyrsta kafla myndasögu í nýútkomnu FÍB blaði og á næstunni fer í dreifingu bæklingurinn –Hugsaðu áður en þú heldur af stað. Í bæklingnum eru nokkrar einfaldar meginreglur sem allir sem aka bílum ættu að fara eftir og geta skipt sköpum ef slys verður. Bæklingnum verður dreift inn á hvert einasta heimili á Íslandi.
Umferðaröryggisverkefni þetta nefnist á erlendu máli Think Before You Drive. Frumkvæði að því átti Max Mosley forseti FIA, alþjóðasamtaka bifreiðaeigendafélaga og akstursíþrótta. Það eru svo FIA Foundation og Bridgestone dekkjaframleiðslufyrirtækið í Japan sem standa að verkefninu með bifreiðaeigendafélögunum í hverju landi fyrir sig. Verkefnið nýtur stuðnings margra þekktra manna. Meðal þeirra má nefna Michael Schumacher, fimmfaldan sigurvegara í Formúlu 1, keppinaut hans, Rubens Barrichello og Jóhann Karl Spánarkonung. Markmið verkefnisins –Hugsaðu áður en þú heldur af stað er að styrkja ábyrga og örugga aksturshegðun og biðja ökumenn að framkvæma fáeinar einfaldar aðgerðir áður en haldið er af stað – einfaldar aðgerðir sem geta bjargað mannslífum.

44% ökumanna með dekkin í ólagi
The image “http://www.fib.is/myndir/T%E9kkadekk.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Dekkin eru einn mikilvægasti virki öryggisþátturinn í bílnum. Of slitin, misslitin, skemmd og fúin dekk eru stórhættuleg og rangur loftþrýstingur er sömuleiðis stórháskalegur, bæði of lítill og of mikill þrýstingur. Allt of margir ökumenn gefa þessu f lítinn eða engan gaum eins og könnun sem Bridgestone og Fia Foundation gerðu í 10 Evrópulöndum leiðir í ljós. Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að hátt í 44% ökumanna aka um á ýmist of slitnum dekkjum og/eða með rangan og mismunandi loftþrýsting í dekkjunum.
Ein þeirra einföldu aðgerða sem geta bjargað mannslífum er að athuga dekkin, skoða hvort þau eru orðin of slitin, hvort sprungur eða rispur séu á hliðum þeirra eða slitfllötum og mæla loftþrýstinginn a.m.k. einu sinni í mánuði.

Of lágur loftþýstingur – verri ending – meiri eldsneytiseyðsla
Margir ökumenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að dekkin eru ekki algerlega loftþétt og því lækkar loftþrýstingurinn í þeim smám saman. Þeir virðast heldur ekki gera sér grein fyrir því að það er bæði hættulegt og dýrt að aka of lágan loftþrýsting. Bíllinn verður óstöðugri í akstri, hemlunargetan rýrnar. Auk þess endist dekkið mun skemur bæði vegna þess að álag á hliðar dekksins eykst til muna og hitamyndun vex stórlega.
Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar því að of lint dekk sem hefur yfirhitnað getur hvellsprungið fyrirvaralaust. Fyrrnefnd könnun leiddi í ljós að áttundi hver ökumaður var með svo lítið loft í dekkjunum að dekkin voru orðin skemmt af þeim sökum og hætta á að dekk gæfi sig var því orðin mjög mikil.
Of lágur loftþrýstingur í dekkjum veldur því að dekkin slitna mun hraðar og endast því skemur en ella. Tæknimenn Bridgestone reiknuðu það út út frá könnuninni fyrrnefndu að þau 44% ökumanna sem óku að staðaldri með of lágan loftþrýsting í dekkjunum kæmust að meðaltali um 10 þúsund kílómetrum styttra á dekkjaganginum en þeir sem athuga þrýstinginn reglulega og sjá til þess að hann sé réttur. Dekkin hjá 44 prósentunum endast 20,7% verr að meðaltali en hjá hinum eða um það bil níu mánuðum skemur. Þessar tölur miðuðu tæknimenn Bridgestone við það að eðlileg ending dekkjagangsins er um 50 þúsund kílómetrar og að ársaksturinn sé  13.600 km.

Áhrif á umhverfið
Of lágur loftþrýstingur í dekkjum  hefur mikil áhrif á núningsmótstöðu dekkjanna. Hún vex verulega í öfugu hlutfalli við loftþrýstinginn og hin stóraukna núningsmótstaða kallar á aukna eldsneytiseyðslu bílsins og þar með á útblástur hans. Tæknimenn Bridgestone reiknuðu út að  44% hópurinn með of lágan dekkjaþrýsting  eyddi um 2,9% meira eldsneyti en hinir. Miðað við það að 197,5 milljón bílar eru í umferð í Evrópu sem eyða að meðaltali 8,4 lítrum á hundraðið og keyra að meðaltali 13.600 km á ári þá voru 44% ökumanna að eyða að óþörfu  rúmlega átta milljörðum lítra af bensíni. Það þýðir að 19,2 milljón tonn af koltvíildi frá bílum slapp út í andrúmsloftið að óþörfu.