Hverjir gera við rafbílana?

Sambönd bílaverkstæða (SFVF) og bílaendurvinnslufyrirtækja (SBR) í Svíþjóð ætla að setjast niður og ræða saman um viðgerðir og endurvinnslu rafmagnsbíla,

Innan sænsku bílgreinanna og í opinbera regluverkinu hefur ríkt óvissa um það hvað almenn bílaverkstæði megi gera og geti gert, þegar rafmagnsbílar bila, hverjir skuli annast slíkt, og hvaða kröfur um menntun og færni skuli gera til starfsmanna. Þá hefur það heldur ekki verið skilgreint hverjir skuli hluta niður og eyða rafbílum -  eiga það að vera bílapartasölur eða einhverjir aðrir aðilar, sérhæfðir í því að fást við eiturefni.

Til að fá hreinar línur í þessi vafamál öll vilja samböndin fyrrnefndu nú setjast niður og koma sér saman um meginlínur til að leggja fyrir viðeigandi yfirvöld.  Motormagasinet greinir frá þessu.