Hyundai bílaverksmiðja í Pétursborg

Bílaverksmiðja sem s. kóreski bílaframleiðandinn Hyundai  hefur reist í st. Pétursborg er nú að taka til starfa. Hún er fyrsta bílaverksmiðjan í Rússlandi nokkru sinni sem alfarið er í erlendri eigu. Hingað til hafa erlend bílafyrirtæki látið duga að semja við innlendar bílaverksmiðjur um samsetningu bíla. 1.300 manns hafa verið ráðnir til starfa hjá Hyundai og sumir þeirra verið í þjálfun undanfarið í verksmiðjum Hyundai í Kóreu og Tékklandi. Ætlunin er að framleiða minnst 100.000 bíla á þessu ári.

Verksmiðjan í st. Pétursborg er sú sjötta sem Hyundai á og rekur utan Kóreu en fyrirtækið rekur verksmiðjur í S: Kóreu, Bandaríkjunum, Kína, Indlandi, Tyrklandi, Tékklandi og nú Rússlandi.

Nýja verksmiðjan er eign rússnesks dótturfélags sem er alfarið í eigu Hyundai. Við vígslu verksmiðjunnar fyrir skemmstu sagði hr. Chun, forstjóri Hyundai að 100 þúsund bílar í ár og 1.300 starfsmenn væri bara byrjunin. Næsta ár yrðu byggðir 150 þúsund bíla og starfsmannafjöldinn í verksmiðjunni að viðbættum afleiddum störfum vegna framleiðslunnar yrði samtals orðinn 5.300 manns.