Hyundai Eletric kom best út úr umhverfisprófunum

Samkvæmt umhverfisprófunum, sem laut að eldsneytis- og orkunýtingu og losun koltvísýrings ( co2) sem ADAC, Félag þýskra bifreiðaeigenda lét vinna, komu rafmagns- og tengiltvinnbílar sérlega vel út. Fjögur rafknúin ökutæki og einn tengiltvinnbíll röðuðu sér í efstu sætin og fengu fimm stjörnur. 105 tegundir bifreiða tóku þátt í könnunni.

Könnunina verður að taka með þeim fyrirvara að niðurstöðurnar byggja á uppruna orkunnar á þýska markaðnum. Raforka í Þýskalandi er framleidd með öðrum hætti en við þekkjum hér á landi. Hluti orkunnar er framleidd í kolaorkuverum, dísilrafstöðvum og jafnvel fengin með kjarnorku. Hér á landi er yfir 99% af raforku endurnýjanleg orka fengin frá vatnsaflvirkjunum og jarðvarmaveitum.

Þegar litið er til þýsku könnunarinnar kom Hyundai Eletric kom best út og í öðru sæti kom e-Golf. Toyota Prius 1,8 tengiltvinnbíllin lenti í þriðja sæti í könnunni. Á meðal hreinustu bensínbílanna komu Suzuki Ignis og Toyota Yaris best út og lentu í 8.-9. sæti með fjórar stjörnur.

Í flokki dísil bifreiða kom Mercedes Benz E 220 best út og náði fjórum stjörnum í þrettánda sæti.

Thomas Burkhardt, varaforseti ADAC, segir að almenningur geri mun meiri kröfur til bíla hvað umhverfisþætti áhrærir en áður var. Fólk lítur á umhverfisvæna bíla sem sterkan og álitlegan kost þegar kemur að bifreiðakaupum. Þess má og geta að stór og þung farartæki komu betur út úr þessari könnun en áður.