Hyundai Ioniq og BMW i3 umhverfisvænstu bílarnir

Á fundi sem Green NCAP, FIA, Alþjóða samtök bifreiðaeigenda, og FIA Region 1 efndu til í Brussel  í lok vikunnar voru tilkynntar niðurstöður þar sem bifreiðaeigendur geta séð hvernig þeirra bíll stendur þegar kemur að losun koltvísýrings, C02, og öðru sem snýr að umhverfismálum almennt. Þær upplýsingar hafa aldrei áður legið fyrir með eins skýrum hætti að undangengnum prófunum sem hér um ræðir. Áður nefnd samtök hafa lagt mikla vinnu í þetta verkefni en það er hagsmunamál þeirra að bílar mengi sem minnst umhverfið. Hyundai Ioniq og BMW i3 fengu hæstu einkunn í prófununum, alls fimm stjörnur.

Áhrifamenn innan Evrópusambandsins voru viðstaddir þegar niðurstöður prófananna voru kynntar og lýstu yfir ánægju með þetta skref sem hefur þann einn tilgang að stuðla að hreinna umhverfi. Þessi sjálfstæða áætlun sem kynnt var á ennfremur að upplýsa neytendur og hagsmunaaðila í greininni um mikilvægi þess sem lítur að umhverfisáhrifum nýrra bíla á markaðnum.

Helstu markmið Green NCAP  í þessu verkefni var að vinna hlutlaust mat og gagnsæi yrði sett á oddinn. Með því verður hægt að ná fram markmiðunum sem hvetja alla aðila til hreinnar og orkusparandi tækni. Í þessari nýjustu prófun tóku þátt tólf tegundir bifreiða sem gengust strangt mat og er tilgangurinn að skora á bílaframleiðendur að framleiða umhverfisvænni bíla en gert hefur verið fram að þessu.

FIA ákvað að styðja Euro NCAP við þróun nýrra umhverfisbættra ökutækja, sem hefur yfir 20 ára reynslu af því að veita neytendum og hagsmunaaðilum alhliða upplýsingar og koma fræðslu um bætt öryggi á framfæri.Þetta var gert mögulegt í samvinnu með FIA Sustainable Mobility Programme, sem féll fjármögnun frá FIA Foundation í verkefnið.

,,FIA og 145 aðildarfélög þess um allan heim eru sannfærð um að hlutverk neytenda leiki stórt hlutverk í umskiptum í átt að sjálfbærum lausnum. Við getum veitt framleiðendum visst aðhald og unnið að sanngjarni stefnu með það markmiði að koma á framfæri til neytenda skýrum og áreiðanlegum upplýsingum um umhverfisáhrif nýrra bíla,“ sagði Andrew McKellar framkvæmdastjóri FIA í bílaumferð og ferðaþjónustu þegar niðurstöður úr prófununum voru kunngerðar.

Niðurstöðurnar í fyrstu umferð prófa má sjá hér að neðan:

• Fimm stjörnur (hæsta einkunn): Hyundai Ioniq og BMW i3 (bæði rafknúin ökutæki)

• Fjórar stjörnur: VW upp! GTI

• Þrjár stjörnur: BMW X1 2.0d og Mercedes-Benz A200

• Tveir stjörnur: Ford Fiesta 1.0 EcoBoost í nýjasta deildinni

• Ein stjarna: Audi A7 50 TDI, Volvo XC40 T5 og Subaru Outback 2.5

• Núllstjörnu: VW Golf 1.6TDI, FIAT Panda 1.0 og fyrri stig Ford Fiesta 1.0 EcoBoost. Þessir bílar falla enn undir Euro 6b útblástursviðmiðanir vegna þess að þeir voru framleiddir fyrir september 2017. Í september 2019 munu allir bílar þurfa að standast harðari kröfur sem Euro 6d-temp leggur fyrir.