Hyundai Kona EV fékk viðurkenningu frá TopGear

TopGear, bílaþáttur bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, veitti á dögunum rafbílnum Hyundai Kona EV viðurkenningu fyrir besta minni fjölskyldubílinn. Í einkunnagjöfinni var stuðst við reynslu þáttastjórnenda TopGear af 1.600 km ferðalagi á bílnum um fjölmörg Evrópulönd.

Bíllinn hlaut góða dóma fyrir langdrægni, mýkt og snerpu. Rafhlaða bílsins er gefin upp fyrir 484 km drægni.

Í reynsluakstrinum um níu Evrópulönd komst TopGear að því að hleðslustöðvum hefur fjölgað mikið í Evrópu. Í umfjöllum um viðkenninguna kemur fram að tækni rafbíla hefur fleytt mikið fram og bílar í þessum flokki væri orðin mjög álitslegur kostur þegar kemur að bílakaupum í dag.