Innflutningi á forblandaðri lífdísilolíu hætt

N1 hef­ur ákveðið að hætta inn­flutn­ingi á for­blandaðri líf­dísi­lol­íu frá Nor­egi og er að skoða aðra lausn að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag um málið. Ástæðan er ábend­ing­ar viðskipta­vina um gæði ol­í­unn­ar.

Öll olíufélögin flytja þessa sömu olíu inn en framangreind vandræði voru sérlega áberandi í um mánuð í haust. Að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins biluðu þrír bílar ferðaþjónustufyrirtækis ítrekað sem kostaði sex til sjö milljóna króna viðgerðir. 

Nokkuð hefur verið um það að eig­end­ur dísil­bíla hafa lent í vand­ræðum vegna óhrein­inda sem setj­ast í ol­íusí­ur og hafa í ein­hverj­um til­vik­um skemmt spíssa við vél­ar bíl­anna. Hef­ur það kallað á dýr­ar viðgerðir. Vand­ræðin voru sér­stak­lega áber­andi í um mánuð í haust og voru ekki bund­in við til­tek­in olíu­fé­lög eða bens­ín­stöðvar enda flytja öll olíu­fé­lög­in inn þessa sömu olíu.

Í umfjöllun um málið segir að olíu­fé­lög­un­um er gert að blanda dísi­lol­í­una með jurta­ol­íu eða á ann­an hátt til að draga úr út­blæstri vegna notk­un­ar jarðefna­eldsneyt­is.

Rann­sökuð eru sýni úr öll­um olíu­förm­um sem koma til lands­ins og hef­ur efnið sem sest í sí­urn­ar ekki fund­ist í þeim. Held­ur ekki í tönk­um olíu­fé­lag­anna. Rann­sókn­ar­stofa olíu­fé­lag­anna hef­ur þó staðfest að í óhrein­ind­um sem sest hafa í ol­íusí­urn­ar er „steryl glucosi­de“, efni sem meðal ann­ars er að finna í jurta­ol­íu og er þekkt vanda­mál í dísil­bíl­um í Evr­ópu. Þess vegna hafa menn beint sjón­um að íblönd­un­inni.

Í samtali við Morgunblaðið segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, að fyrirtækið hafi vegna ábendinga frá viðskiptavinum ákveðið að hætta að flytja inn umrædda forblönduðu dísilolíu sem kölluð er B7 á fagmáli.

 „Við höfum flutt inn B7 aðeins til að uppfylla skilyrði í reglugerð Umhverfisstofnunar og ESB um gæði eldsneytis sem kveður á um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% á ári,“ segir Hinrik í samtalinu við Morgunblaðið. Hann segir ennfremur að verið sé að skoða aðra lausn sem fullnægi kröfum stjórnvalda um 6% blöndun lífdísilolíu og standist veðurskilyrði hér á landi.