Innköllun á bíldekkjum frá Cooper

Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.

Dekk geta þróað með sér bungur eða slit í hjólbarða dekksins. Ef ekki er komið auga á vandamálið getur það leitt til þess að loftþrýstingur í dekkinu falli og getur dekkið mögulega sprungið, sem getur leitt til þess að ökumaður missi stjórn á bifreiðinni. Á Íslandi voru seld samtals 128 dekk hjá Icetrack í Hafnafirði og hjá N1 á Dalvegi í Kópavogi.

Á meðfylgjandi töflu má sjá DOT auðkennis kóða fyrir þau dekk sem innkölluð eru og voru seld á Íslandi. DOT auðkennið er staðsett á hjólbarða dekksins, sbr. m.a. meðfylgjandi mynd.

Neytendur sem halda að þeir séu með dekk sem fellur undir umrædda innköllun skulu hafa samband við þann söluaðila þar sem dekkið var keypt til að bóka skoðun og dekkjaskipti þeim að endurgjaldslausu. Hafir þú þegar skipt um dekk sem áhrifa gætir skaltu hafa samband við söluaðila um mögulega endurgreiðslu á kostnaði. Hægt er að hafa samband í gegnum tyrecall@coopertire.com fyrir frekari upplýsingar.