,,Íslandsvinurinn“ eykur umsvif sín

Breska efnafyrirtækið Ineos, sem er í eigu breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe, ætlar eins og fram hefur komið að hefja framleiða á arftaka Land Rover Defender-jeppans. Ineos er í samtarfi við Magna um hönnun og framleiðslu á nýja bílnum sem ber heitið Grenadier.

Upphaflega átti framleiðsla bílsins að vera í Wales en það tók breytingum. Flutningur verksmiðjunnar frá Wales hefur sætt gagngrýni og hafa Brexit sinnar fengið orð í heyra að halda ekki störfum eftir. Um 500 manns, sem áttu upphaflega að fá störf í verksmiðjunni í Wales, sjá vinnuna nú fara úr landi.

Sjálfur er Ratcliffe mikill Brexit sinni en gróðahagsmunir og hagræðing réðu úrslitum og því var ákveðið að smíði bílsins yrði í Frakklandi. Ratcliffe flutti í skattaparadísina í Mónakó fyrir tveimur árum síðan þar sem hann á lögheimili.

 Eins og áður sagði verður nýja nafnið á bílnum Grenadier og er stefnt að mettíma í framleiðslu hans. Staðsetning verksmiðjurnar er norður af frönsku borginni Strassborg eigi langt frá þýsku landamærunum. Þar skammt frá er þýski bærinn Baden-Württemberg sem þykir henta einstaklega vel enda stutt í undirverktaka og sérhæft vinnuafl á svæðinu. Vonast er eftir að fyrstu bílarnir komi úr verksmiðjunni í lok þessa árs verði síðan komnir á markað vorið 2022. Grenadier er mjög líkur gamla Defender jeppanum í útliti en er mjög svipaður G-línu Mercedes í stærðum

Jim Ratcliffe er stofnandi og framkvæmdastjóri Ineos og eru aðalstöðvar þess í London. Aðalauðæfi Ratcliffs eru í efnaiðnaði ýmisskonar sem hafa gert hann að einum ríkasti manni heims. Ratcliff er kunnur hér á landi fyrir kaup sín á jörðum og veiðám á Austurlandi.

Umsvif hans hér á landi hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. Landakaup Ratcliffes hófust af alvöru vorið 2016 þegar hann keypti fyrstu heilu jörðina, Rjúpnafell í Vesturárdal í Vopnafirði. Hann er umsvifamikill fjárfestir og hefur meðal annars fjárfest í íþróttum, keypt knattspyrnufélög og hjólreiðalið í Tour de France.