Íslendingur á Silverstone

Ólafur Kr. Guðmundsson varaformaður FÍB sem undanfarin ár hefur verið dómari í Formúlu 1 og á fleiri alþjóðlegum aksturskeppnismótum dæmir á þessu keppnisstímabili í aksturskeppninni Blancpain GT Endurance, sem er tiltölulega ný aksturskeppni.

Hann hefur þegar dæmt eina keppni í þessari keppnisröð en er á leiðinni á Silverstone í Bretlandi í næstu viku til að dæma í næstu keppni sem þar fer fram.