Íslensk hjólbarðaverksmiðja?

Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá því að í bígerð sé að gangsetja á Íslandi umhverfisvæna verksmiðju sem framleiða á vetrarhjólbarða sem sérstaklega eru gerðir fyrir erfiðar vetraraðstæður á norðlægum slóðum. Stofnað hefur verið félagið Iceland Tyres. Að því standa erlendir og innlendir fjárfestar Framkvæmdastjóri er Gunnlaugur Erlendsson.

Gunn­laugur segir við Morgunblaðið að þeir sem standa að baki fé­lag­inu séu leiðandi nor­ræn­ir sér­fræðing­ar í dekkjaiðnaðinum frá Noki­an Tyr­es í Finn­landi og hóp­ur af fjárfestum m.a. frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Ekki sé ætlunin að framleiða nokk­ur dekk í hátækniverskmiðjunni fyrirhuguðu, heldur nokkrar milljónir þeirra. Stefnt sé að því..... „að byggja dekkja­verk­smiðju sem yrði sú um­hverf­i­s­vænsta í heim­in­um... Slík um­hverf­i­s­væn dekk eru flók­in markaðsvara sem er bund­in mörg­um ör­ygg­is­stöðlum, og fram­leiðsla þeirra bygg­ist á hug­arafli og starfs­krafti frek­ar en að vera orku­frek­ur iðnaður,“ segir Gunnlaugur.