Jaguar Land Rover prófar nýstárlegt endurvinnsluferli

Gert er ráð fyrir að árið 2050 nemi plastúrgangur heimsins um tólf milljónum tonna. Jaguar Land Rover hefur nú ákveðið að prófa nýstárlegt endurvinnsluferli í samvinnu við efnavöruframleiðandann BASF og er markmiðið að endurvinna plastúrgang frá breskum heimilum, sem annars væri brennt eða urðað, í hina ýmsu íhluti sem nú eru úr áli, koltrefjum eða stáli í bílaframleiðslu Jaguar Land Rover.

Mælaborð og burðarvirki

Sem stendur er ekki hægt að endurnýta plast til framleiðslu á þeim bílaíhlutum sem verða að þola mesta álagið og standast alla nútímakröfur um styrkleika og efnisgæði.

Samstarfsverkefni Jaguar Land Rover og BASF nefnist ChemCycling og gengur verkefnið út á að umbreyta úrgangsplasti í pýrólýsuolíu með ákveðinni hitunaraðferð og nýta til framleiðslu á t.d. mjúku og lituðu hátækniplasti í næstu kynslóðir mælaborða og fleiri yfirborðshluta auk hluta sem standast þurfa mikið álag, svo í burðarvirki.

Mögulega unnt að nýta allt plast sem fellur til í Bretlandi

Samstarfsaðilarnir eru nú að þróa ýmis efni og einstaka hluti í framleiðsluferlinu í tilraunabíl af gerðinni Jaguar I-Pace. Þar á meðal eru hlutir í burðarvirki bílsins sem komast á að hvort standist sömu viðhlítandi gæði og öryggisstaðla og þau efni sem nú eru notuð í framleiðslunni. Sé það tryggt gerir Jaguar Land Rover ráð fyrir að geta nýtt allt úrgangsplast sem fellur til í Bretlandi.