JD-Power könnun veldur titringi í Þýskalandi

http://www.fib.is/myndir/Mercurylogo.jpghttp://www.fib.is/myndir/Buick-logo.jpghttp://www.fib.is/myndir/Cadillac_logo.jpg
Mercury, Buick og Cadillac njóta mests álits bandarískra bíleigenda af innlendum bílategundum.


Evrópsk bílablöð greina frá því að þýsku bílaframleiðendurnir séu mjög taugatrekktir yfir nýjustu áreiðanleika- og álitskönnun bandarísku stofnunarinnar JD-Power sem sagt var frá hér á fréttavefnum í gær. Könnunin var gerð þannig að 47.620 eigendur þriggja ára gamalla bíla sem átt höfðu þá frá upphafi voru spurðir um allt sem viðkom bílnum, rekstri hans, þjónustu við hann og bilanatíðni.

Sem tegund varð Lexus í efsta sæti í þessari könnun en þar hefur tegundin verið allt frá því hún kom fyrst á Bandaríkjamarkað fyrir 12 árum. Þýskir bílar áttu á hinn bóginn slöku gengi að fagna í könnuninni nú og BMW sem mests álits nýtur meðal evrópskra bifreiðaeigenda samkvæmt samskonar könnun í Evrópu (Auto Index) hafnaði í níunda sæti, Mercedes Benz í 18. sæti, Porsche í 22. Sæti, Audi í 28. sæti  og Volkswagen í 32. sæti og þar með neðstur þýskra bíla. Næstir fyrir neðan VW var Hummer, þá Kia, Suzuki, Saab og neðstur var Land Rover.  

Bandarískir bílar hafa greinilega verið að vinna sig upp í áliti á heimamarkaðinum í þessari könnun og þeirri næstu á undan. Chevrolet er þó enn neðarlega á þessum lista, eða í 20 sæti –fyrir ofan Nissan, Mazda og Porsche.