Jeep og Fiat ekki lengur munaðarlausir á Íslandi

Frá vinstri: Októ Þorgrímsson stjórnarformaður Ís-Band, Roy Niegaard sölustjóri Fiat Chrysler í Evró…
Frá vinstri: Októ Þorgrímsson stjórnarformaður Ís-Band, Roy Niegaard sölustjóri Fiat Chrysler í Evrópu, Pétur Björnsson aðalræðismaður Ítalíu á Íslandi og Pétur Þorgrímsson forstjóri Ís-Band á sýningunni.

Einn vinsælasti jeppinn á Íslandi um langt árabíl er Jeep. Það hefur hann verið þrátt að enginn formlegur innflytjandi og þjónustuaðili hafi fyrirfundist.  Nú hefur orðin breyting á. Fjölskyldufyrirtækið Ísband í Mosfellsbæ hefur gert samstarfssamning við framleiðandann Fiat Chrysler Automobile (FCA) um innflutning og sölu á Jeep, Fiat, Chryslerbílum, þjónustu við bílana og eigendur þeirra.

Bílar af Jeep-, Fiat-, Chrysler- og öðrum tegundum frá FCA eru semsé ekki lengur munaðarlausir á Íslandi og nýlega hélt Ísband sína fyrstu stóru bílasýningu í bækistöð sinni við Þverholt 6 í Mosfellsbæ. Sýningin markaði upphaf starfsemi sem formlegt bifreiðaumboð. Áhuginn var greinilegur því talið er að um tvöþúsund manns hafi komið á sýninguna þá tvo daga sem hún stóð. Á henni gaf að líta fjöldamörg sýnishorn af fjölbreyttri bílaframleiðslu FCA sem fram fer bæði austan- og vestanhafs og kostur var gefinn á því að reynsluaka sumum þeirra.

Framleiðslulína FCA er mjög fjölbreytt og úr mörgum og margskonar bílum að velja. Af Jeep voru á sýningunni bílar eins og Cherokee, Grand Cherokee Summit Signature og  hinn klassíski Jeep Wrangler.  Af Fiatbílum mátti sjá nokkrar gerðir Fiat 500 línunnar, bæði smábíllinn sem um árabil hefur verið einn vinsælasti smábíllinn í Evrópu og stærri 500 X gerðirnar sem m.a. fást fjórhjóladrifnar. Sérstaka athygli blm. vöktu nýi fólksbíllinn Fiat Tipo sem evrópskir bílafjölmiðlar útnefndu bestu bílakaupin 2016, og Fiat Panda sem bæði fæst sem hefðbundinn smábíll og sem sterklegur fjórhjóladrifinn smájeppi sem kemst flestar torfærur.

Allir nýir Fiat bílar sem í boði hjá Ís-Band eru, eru með 5 ára ábyrgð.

http://www.fiat.is/

http://www.jeep.is/