Jóakim Danaprins í bíltúr í Köben

http://www.fib.is/myndir/Olds-1902.jpg
Oldsmobile 1902. Elsti bíll á skrá í Danmörku og eign FDM.

FDM í Danmörku, systurfélag FÍB er 100 ára um þessar mundir. Afmælisárið hefst formlega á morgun, laugardag með sérstökum hátíðarlandsfundi í Axelborg við Vesterbrogade, gegnt aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Danadrottningar verður fulltrúi konungsfjölskyldunnar á fundinum og kemur til hans akandi í elsta ökufæra og skráða bílnum í Danmörku. Það er Oldsmobile frá 1902 sem einmitt er í eigu FDM. http://www.fib.is/myndir/ThomasogJan.jpgMeð Jóakim prins í bílnum verður Thomas Møller Thomsen framkvæmdastjóri FDM.

http://www.fib.is/myndir/Prins-joakim.jpgThomas Møller Thomsen framkvæmdastjóri FDM var á Íslandi fyrir skemmstu og sótti fund formanna og framkvæmdastjóra norrænu bifreiðaeigendaklúbbanna sem hér var haldinn. Hann sagði við fréttavef FÍB að það væri mikið gleðiefni að prinsinn tæki þátt í afmælishátíðahöldunum. Og þar sem prinsinn væri þekktur sem mikill bílaáhugamaður væri það vel við hæfi að bjóða honum upp á akstur til fundarins í elsta ökufæra bílnum í Danaveldi.

Á minni myndinni er Thomas Møller Thomsen ásamt Jan Johansen framkvæmdastjóra norska bifreiðaeigendafélagsins NAF þar sem þeir standa á bakka Meðalfellsvatns. Það er síðan Jóakim prins sem er á myndinni til vinstri. Myndin var tekin þegar hann keppti í ralli klassískra bíla í Danmörku.