Karl Bretaprins fær sér Toyota Prius

The image “http://www.fib.is/myndir/CharlesogWilliam.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Karl Bretaprins, nýbakaður Prius-eigandi og Vilhjálmur sonur hans.
Kóngafólkið í Evrópu skiptir ótt og títt um bíla svipað og við hin skiptum um skyrtu. Marga af þessum bílum fær hið konungborna fólk afhenta til frírra og frjálsra afnota því það þykir ekki slæm auglýsing fyrir bílaframleiðanda að geta flaggað því að stórmenni eigi bíl frá honum.
Toyota Prius tvinnbíll bættist nýlega í flota Karls Bretaprins, en fyrirmennum og stórstjörnum þykir slíkur bíll vera mikilvæg skilaboð tll almennings um að eigandi hans sé umhverfisverndarsinnaður og þyki vænt um móður jörð. Nokkrir af ráðherrum í ríkisstjórn Bretlands eiga einmitt Prius og nú hefur Karl prins slegist í hóp Priuseigenda.
Fyrir þá sem búa í miðborg London er það að eiga og aka Prius líka dálítið fjárhagsatriði því að Prius er undanþeginn sérstökum og talsvert háum notkunarskatti sem lagður er á bíla sem aka inn í miðborg London