Keppni rafbíla í nákvæmnisakstri

Mikil spenna lá í loftinu við höfuðstöðvar Orku Náttúrunnar þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Líf Magneudóttir formaður umhverfisráðs Reykjavíkur ræstu af stað níu rafmagnsbíla sem taka þátt í tveggja daga nákvæmnisaksturskeppni. eRally Iceland 2018 er hluti af alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri sem fer fram víðsvegar um heiminn.

Keppni í nákvæmnisakstri er frekar frábrugðin því fyrirkomulagi eins og við þekkjum það í dag þegar talað er um aksturkeppnir því ekki er verið að keppa um hver kemur fyrstur í mark heldur hver nær að aka fyrir fram ákveðna leið sem næst ákveðnum tímamörkum. Þannig eru stig dregin af keppanda ef hann kemur of snemma eða seint í mark.

Eins og áður segir voru það níu rafbílar af ýmsum gerðum sem taka þátt hér á landi. Meðal þeirra er Tesla Model S90D, Renault Zoe, VW eGolf og BMW i3. Einnig tóku þátt þrír vetnisbílar af gerðinni Toyota Mirai og Hyundai Nexo.

Á fyrsta degi verður ekið um Suðurland þar sem tvisvar er tekið rafmagn á Selfossi og enda keppendur daginn aftur byrjunarreit í höfuðstöðvum ON. Á laugardeginum verður ekið um Reykjanesið og hleðsla tekin í Keflavík og lýkur síðan keppni hjá ON á Bæjarhálsinum.

Dagskrá eRally Iceland -->  http://www.akis.is/wp-content/uploads/2018/09/E-rally-Dagskra.pdf

Staða keppenda --> https://kappakstur.is/urslit/erally