Kia Ceed vann til þrennra Red Dot verðlauna

Kia vann til þrennra Red Dot hönnunarverðlauna á dögunum fyrir hina nýju Ceed línu sína. Kia Ceed í 5 dyra hlaðbaksútgáfu, Ceed Sportswagon og ProCeed fengu allir verðlaun hjá Red Dot en verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í hönnunarheiminum.

Kia hefur náð framúrskarandi árangri í Red Dot verðlaununum og unnið alls til 24 verðlauna þar síðan 2009 þegar Kia Soul vann þau í fyrsta skipti það ár.

Bíllinn var hannaður í höfuðstöðvum hönnunardeildar Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir leiðsögn þeirra Peter Schreyer og  Gregory Guillaume sem stýra hönnunardeildinni. Þeir tveir eiga hvað mestan heiður af frábærum árangri Kia í hönnun á bílum suður-kóreska bílaframleiðandans undanfarin ár.

Nýja Kia Ceed línan vann einnig til þrennra verðlauna á iF Design Awards nýverið þannig að ljóst er að nýr Kia Ceed er að slá í gegn í öllum útfærslum hvað viðkemur hönnun. Þetta er þriðja kynslóð Kia Ceed sem er einn vinsælasti bíll Kia. Nýja kynslóðin gat ekki fengið betri innkomu á markaðinn en að sópa til sín hönnunarverðlaunum hjá bæði Red Dot og iF.