Kia kynnir nýtt merki

Kia kynnti í vikunni nýtt vörumerki bílaframleiðandans. Nýja merkið er tákn framsýni og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins.  Vörumerkið var kynnt með afar veglegum hætti í S-Kóreu þar sem heimsmet var sett með notkun pyrónadróna og fylgir myndbandið með í þessari frétt.

,,Markmið Kia er að skapa nýja framtíð í samgöngum og raungera drauma fólks með skapandi hugsun og með því að takast á við áskoranir. Nýja merkið er einn liðurinn í umbreytingu fyrirtækisins í þá átt að gera það enn meira spennandi og framsæknara. Það eru afar spennandi tímar hjá Kia sem hefur verið að koma fram með mikið úrval rafbíla á markað að undanförnu. Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða vel hannaða og trausta bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.

Kia Motors var stofnað árið 1944. Kia selur um 3 milljónir bíla árlega á heimsvísu í 14 verksmiðjum og samsetningarverksmiðjum í átta löndum. Yfir 40.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og árlegar tekjur þess eru yfir 17 milljarðar bandaríkjadala. Í höfuðstöðvum Kia í Evrópu er einnig að finna hönnunarmiðstöð Kia, sem hefur lagt sitt af mörkum til að gera Kia að einkar eftirsóttu merki í Evrópu. Í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu eru framleiddir flestir bílar fyrirtækisins fyrir Evrópumarkað.