Kia Sorento valinn bíll ársins hjá Carbuyer

Nýr Kia Sorento hefur verið valinn Bíll ársins 2021 hjá breska bílafjölmiðlinum Carbuyer. Sorento fékk tvöfalda viðurkenningu því hann vann einnig flokkinn Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer.

Þetta er í tíunda skipti sem Carbuyer velur Bíl ársins og þykja verðlaunin mjög eftirsótt. Kia hefur átt mikilli velgengni á verðlaunahátíð Carbyer undanfarin ár því e-Niro, Picanto og cee'd hafa allir unnið til verðlauna þar.