Kínverjar ætla að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum en gert hefur verið fram til þessa. Innleiða á nýja stefna sem hefur það að markmiði að hvetja neytendur til kaupa á þessum bílum.

Kína er langstærsti markaðurinn fyrir nýorkubíla sem og tengiltvinnbíla- og vetniseldsneytisrafbíla. Alþjóðlegir bílaframleiðendur, þar á meðal Toyota Motor og Hyundai Motor hafa þegar tilkynnt um áætlanir um nýtt upphaf í framleiðslu á vetnisbílum í Kína.

Vetnisbílar hafa átt undir högg að sækja á síðustu árum en fram kom á dögunum að markmið Hyundai er að snúa þeirri þróun við. Hyundai hyggst framleiða 700 þúsund vetnisbíla á næstu tíu árum.