Kínverskur rafbílaframleiðandi horfir hýru auga inn á norska markaðinn

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD stefnir að því að fara inn á norskan markað í  meira mæli en hann hefur gert fram þessu. Borgaryfirvöld í Osló hafa nú þegar góða reynslu af viðskiptum við þennan kínverska framleiðanda. Frá árinu 2018 hafa þau keypt af BYD  45 strætisvagna knúna rafmagni og er reynslan af þeim afar góð.

Kínverjarnir hafa nú þegar mikið úrval af bílum í flestum stærðarflokkum og þar fer fremstur í flokki BYD-Tang EV600. Bíllinn var í fyrstu „hybrid“ en núna fæst sem hreinn rafbíll og ætla Kínverjarnir að koma með bílinn af þunga inn á norskan markað.

BYD-Tang EV600 er ágætri tækni búinn, fjólhjóladrifinn og gefinn upp fyrir 530 km drægni. BYD hefur vaxið hratt og orðið að gríðarstóru fyrirtæki sem ætlar að hasla sér völl á evrópskum markaði á næstu árum. BYD er framleiðandi á bifreiðum, rafknúinna reiðhjóla, strætisvagna, lyftara, sólarplatna, hleðslurafhlaða (fjölbreyttra með magngeymslu frá endurnýjanlegri orku), vörubíla og þá ekki síst í framleiðslu á rafhlöðum í farsíma.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins er í borginni Shenzhen. Helstu dótturfélög BYD Automobile og BYD Electronic hafa þar aðstöðu. Félagð var stofnað í febrúar 1995 og starfsmenn eru um 22 þúsund talsins.