Kjarnorkusamningarnir við Íran

Kjarnorkusamningarnir við Íran um sl. helgi höfðu strax þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði.

Kjarnorkusamningurinn felur m.a. í sér að Íranir hægja verulega á auðgun úrans. Með því er verulega dregið úr líkum á því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnabúri. Í staðinn var losað um viðskiptahömlur sem hvílt hafa á Íran og þeir geta á ný farið að selja olíu í meira mæli en þeir hafa getað lengi. Bæði þetta og sú staðreynd að hráolíubirgðir í heiminum eru nú talsverðar og þær mestu í tæplega sex ár er talið vera helstu ástæður þess að olíuverðið lækkaði og muni halda áfram að lækka um sinn.

Olíufræðimenn sem rita í Financial Times telja líklegt að þegar til lengri tíma er litið muni kjarnorkusamningarnir við Íran ekki bara gera veröldina aðeins öruggari heldur líka stuðla að því að efnahagur heimsins almennt batni vegna þess að olíuverð lækki og verði stöðugra en verið hefur.