Konur fá loks að keyra í Sádí-Arabíu

Konur í Sádi-Arabíu fá loksins að aka bílum en fram til þessa hefur þeim verið það óheimilt. Konungur Sádi-Arabíu hefur undirritað tilskipun þess efnis að frá og með júní á næsta ári geta konur í landinu gengist undir ökupróf og farið að keyra bíl.

Sádi-Arabíu hefur verið eina landið í álfunni sem hefur lagt bann við því að konum sé leyft að aka.

Þetta eru stór skref og mikill sigur í jafnréttisbaráttu fyrir konur í Sádi-Arabíu sem fanga þessari ákvörðun konungsins. Ekki eru samt allir ánægðir með þessa ákvörðun því íhaldssamir klerkar, sem ráða miklu í stjórnkerfinu, lögðust alfarið gegn því að konum í landinu yrði leyft að keyra bíl.