Krúser-verð á eldsneytinu í dag

Í tilefni af viðburði sem nefnist Krúserkvöld á eldsneytisstöð N1 á Bíldshöfða í Reykjavík í dag, hefur N1 lækkað verð á eldsneytislítra um 13 krónur í dag. Þessa stundina kostar bensínlítrinn hjá N1 því kr. 219,70. Orkan og Atlantsolíu brugðust við þessu með því að lækka hjá sér lítraverðið og  kostar lítrinn hjá Orkunni í augnablikinu kr. 219,40 og tíu aurum meira hjá Atlantsolíu.

Þessi Krúser-viðburður er fyrst og fremst helgaður eldri endurbyggðum bandarískum bílum

Í dag er því tækifæri að spara fáeinar krónur og um að gera að nota tækifærið meðan það gefst og fylla á eldsneytisgeymana. - Er á meðan er.