Lagerhreinsun hjá Stillingu á laugardag

Varahluta og verkfæraverslunin Stilling ætlar að hreinsa ýmsan varning út af lagernum hjá sér að Kletthálsi 5 í Reykjavík á laugardaginn, 4. júní milli kl. 10-16.

Ekki er ólíklegt að FÍB félagar geti þar fundið ýmislegt sem þá vanhagar um fyrir sumarið, eins og verkfæri, aukahluti, ljós og ýmsar ferðavörur.

Vel verður slegið af þeim varningi sem í boði verður. Þannig verður afsláttur af bílahreinsivörum allt að 80%, af ferðavörum allt að 90%, ljósum allt að 80% , aukahlutum allt að 90% og verkfærum allt að 80%.