Landsþing FÍB 7. mars 2015

Landsþing FÍB 7. mars 2015

Félag íslenskra bifreiðaeigenda boðar til landsþings laugardaginn 7. mars kl. 9.30 með skráningu að Skúlagötu 19, Reykjavík.  Landsþing hefur æðsta vald í málefnum FÍB. Rétt til setu á landsþingi sem fulltrúi með atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagar í FÍB sem eru skuldlausir við félagssjóð og hafa verið félagsmenn í a.m.k. 6 mánuði fyrir boðað landsþing.  Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna landsþingsþátttöku sem fyrst eða í síðasta lagi 27. febrúar í síma 414 9999 eða með tölvupósti á netfangið fib@fib.is.

Á landsþingi verður farið yfir starf félagsins og reikninga félagssjóðs.  Tillögur stjórnar um lagabreytingar verða ræddar og bornar undir þingið.  Lagabreytingarnar miða að því að auka lýðræðislegt aðgengi félagsmanna að stjórn og stefnumótun FÍB. Á þinginu verður einnig fjallað um neytendamál og umferðaröryggi með sérstaka áherslu á öruggari vegi og umhverfi vega.

Áhugasamir geta nálgast lög félagsins hér: http://www.fib.is/?ID=963