Lexus áreiðanlegastur

http://www.fib.is/myndir/JD-Power-logo.jpg
Í nýlegri könnun JD-Power stofnunarinnar bandarísku á áreiðanleika bíla er Lexus í efsta sæti tólfta árið í röð. Lexus og Toyota urðu efstir í samtals fjórum flokkum bíla og Hondabílar eru efstir í þremur flokkum. En meðal stórra og dýrra bíla sem teljast lúxusbílar samkvæmt bandarískri skilgreiningu eru fleiri mjög áreiðanlegir  vagnar sem ekki teljast til lúxusbíla en áður hefur sést, án þess þó að þeir teljist vera lúxusbílar.

Þessi könnun sýnir því að munur á bilanatíðni og rekstraröryggi stórra og dýrra bíla, svokallaðra lúxusbíla og venjulegri bíla hefur minnkað um helming frá samskonar könnun  sem var gerð á síðasta ári. Það eru einkum endurbætur sem framleiðendur hafa gert á aksturseiginleikum, á hemlum, vélum, gír- og gírbúnaði venjulegri bílanna sem þar ráða mestu. Breytingarnar auka ánægju eigendanna sem aftur leiðir til þess að þessir bílar hækka í áliti og raðast loks upp meðal lúxusbílanna. Þannig teljast þrír af fimm efstu bílum í könnuninni ekki vera lúxusbílar samkvæmt fyrrnefndri bandarískri skilgreiningu. Þessir „ekki-lúxusbílar“ eru  Mercury í öðru sæti, Buick í því þriðja, þá Cadillac sem telst vera lúxusbíll en lok í því fimmta er Toyota í því fimmta og telst ekki til lúxusbíla. Könnunin náði til þriggja ára gamalla bíla (af árgerð 2003). Hún var gerð þannig að 47.620 bifreiðaeigendur sem átt hafa bílana frá upphafi voru spurðir um reynslu þeirra af ökutækjunum.

Í einstökum flokkum bíla eru Lexus, Toyota og Honda þær tegundir sem oftast hafna í efstu sætunum. Lexusbílar eru efstir í fjórum flokkum. Í flokki meðalstórra fólksbíla er Lexus GS 300/GS 430 efstur. Í flokki stórra fólksbíla er Lexus LS 430 efstur. Í flokki sportbíla er Lexus SC 430 efstur, og í flokki meðalstórra betri jeppa (Premium) er Lexus GX 470 efstur.

Toyotabílar eru sömuleiðis efstir í fjórum flokkum bíla. Í flokki smábíla er Toyota Echo (bandarísk útgáfa af Yaris) efstur. Toyota RAV4 er efstur í flokki smájeppa, Toyota Highlander er efstur í flokki meðalstórra jeppa og loks Toyota Tundra í flokki stórra pallbíla.

Honda á efstu bíla í þremur flokkum. Þeir eru Honda Civic í flokki minni meðalfólksbíla, Honda S2000 í flokki meðalstórra sportlegra fólksbíla og Honda Odyssey í flokki stærri fjölnotabíla.

Eftirfarandi merki eiga einn efsta bíl í jafnmörgum flokkum: Acura, Buick, Cadillac, Chevrolet, Ford, Mazda, Mercury og GMC.

Mini og Kia eru þær bifreiðategundir sem mest hafa batnað frá síðustu könnun enda þótt báðar tegundir hafni undir því sem kallað er iðnanarmeðaltal (Industry Average) í könnuninni. Framfarirnar hjá Kia eru þær mestu sem mælst hafa í könnunum JD-Power í þrjú ár en gæði tegundarinnar hafa batnað um 22% frá könnun fyrra árs.
http://www.fib.is/myndir/JD-Power.jpg