Skortur á fagmennsku

Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi en skoðun fréttastofu stöðvarinnar leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla.

,,Mér finnst málið lýsa skort á fagmennsku. Svona nokkuð á ekki vera til staðar og það kemur manni í opnu skjöldu að það sé virkilega hægt að gera þetta svona. Samgöngustofa er ekki að uppfylla sitt hlutverk í samræmi við lög og reglu. Í Evróputilskipun segir að brýnt sé að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar. Þetta er talið mikilvægt til að fylgjast með og reyna að koma í veg fyrir að einhverjir séu að eiga við ökumæla bíla.

Runólfur er inntur eftir því hvort það sé algengt að skipt er um mælaborð í bílum. Runólfur segir það ekki algengt. Það komi auðvitað fyrir og þá vegna galla. Það þarf þá að skrá það og halda utan um í sömu ökutækjaskrá. Við skráum það t.d þegar sett er dráttarkúla undir bílinn okkar svo þetta ætti einnig að vera inn í ökutækjaskrá. Hann segir almenning fylgjast vel með gangi mála en hann óttist að fleiri mál geti komi upp á næstunni. Umfjöllunina á Stöð 2 má sjá hér.

FÍB hefur hvatt  eigendur notaðra bíla til að hafa samband við fagaðila á borð við bifreiðaumboðin til að fá úr því skorið hver akstursstaðan sé. Þá ætti að vera hægt að nálgast þjónustusögu ökutækisins.