Markmið ESB að fjölga hleðslustöðum til muna

Evrópusambandið telur það raunhæf markmið að fjölga aðgengi að hleðslöðvum um eina milljón fyrir árið 2024 og þrjár milljónir til viðbótar fyrir árið 2029. Þetta eru nauðsynleg og brýn markmið og myndi skapa neytendum aukið sjálfstraust að skipta yfir í nýorkubíla. Áætlun er einnig um að fjölga vetnisstöðvum til muna fyrir 2029.

Fram kemur ennfremur að brýnt sé að bílaframleiðendum og rafveitum verði gefið góður tími til að skipuleggja framtíðina til að þessi markmið sambandsins nái fram að ganga. Forseti Samtaka evrópskra bílaframleiðenda Oliver Zipze, sem einnig er framkvæmdastjóri þýska bílaframleiðands BMW, telur að framkvæmdastjórn ESB þurfi að grípa til aðgerða og setja sér bindandi markmið í uppbyggingu innviða.

Nefndi hann í þessu sambandi baráttu sambandsríkjanna í loftslagsbreytingum nái fram að ganga á næstu árum. Sala á nýorkubílum tók mikinn kipp í evrópusambandslöndum en hefur dregist nokkuð saman í korónuveirufaraldrinum. Fram kemur að uppbygging hleðslustöðva á vinnustöðum og við heimili hefur gengið hægar en búist hafði verið við. Bílaframleiðendur eru að setja á markað nýjar gerðir EV til að uppfylla hertar losunarreglur ESB og nokkrar ríkisstjórnir hafa kynnt EV-niðurgreiðslur sem hluti af áætlunum þegar baráttunni við Covid-19 verður lokið.

Þýska ríkisstjórnin hefur samþykkt drög að lögum um að stefna að uppsetningu eitt þúsund hraðhleðslustöðva við þýsku hraðbrautirnar fyrir árslok 2023. Gert er ráð fyrir að verja 2 milljörðum evra í verkefnið.