Mazda MX-5 með „lystarstol“

The image “http://www.fib.is/myndir/MazdaMX52006.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mazda MX-5 eða Mazda Miata eins og bíllinn heitir í Ameríku er sá tveggja sæta sportbíll sem lengst hefur verið í samfelldri framleiðslu. Þetta er fremur ódýr sportbíll og hefur verið lítið breyttur alla tíð – þar til nýlega er 2006 árgerðin kom á sjónarsviðið.
Nýja gerðin er talsvert stærri en sú eldri var en við hönnunina var allt gert til að halda þyngdinni í skefjum. Vélarblokkin í eldri gerðinni var úr stáli en í þeim nýja er hún úr áli og 10 kílóum léttari. Við nýju vélina er aflstýrisdælan sambyggð og það sparar 3,2 kíló. Allar innréttingar eru léttbyggðari en áður og meira að segja baksýnisspegillinn er 84 grömmum léttari en áður. Þótt skrokkur nýja bílsins sé 47% stinnari og stærri en en sá eldri var hefur í heild tekist að spara 41 kíló í þyngd hans með því að nota hágæðastál sem er bæði léttara og sterkara en var í eldri gerðinni.