Meðalaldur bifreiða lækkar lítillega á milli ára

Meðalaldur bifreiða á skrá árið 2017 var 12,03 ár en ári 2016 var meðalaldurinn 12,5. Hann lækkar því lítillega á milli ára en íslenski bílaflotinn er gamall í alþjóðlegum samanburði af því fram kemur í Árbók bílgreina 2018. Meðalaldur annarra bifreiða (hóp, sendi- og vörubifreiða var 13,27 ár.

Líkt og á fyrra ári eykst hlutfall yngstu bílana mest, aldursflokknum 0-5 ára, sem skýrist af áframhaldandi fjölgun bíla nýrra bíla á milli ára. Hlutfall bifreiða í þessum aldursflokki jókst um 28% milli ára.

Á árinu 2013 voru skráðar 27.128 bifreiðar í þessum aldursflokki en á árinu 2017 var sá fjöldi kominn upp í 79.927 sem er aukning um 53.799 bifreiðar.

Eins og áður sagði er íslenski bílaflotinn gamall samanborið við önnur lönd. Er það áhugavert í ljósi þess að margir ókostir eru tengdir eru tengdir við eldri bíla svo sem meira og dýrara viðhald.

Nýrri bílar eru almennt sparneytnari og öruggari en eldri bílar. Ekki er ólíklegt að einhver hluti átæðunnar fyrir því hve gamall bílafloti Íslendinga mælist felist í mismunandi talningaaðferðum hérlendis og erlendis.