Meiri bjartsýni ríkir innan þýskra bílaframleiðenda

Meiri bjartsýni er innan þýskra bílaframleiðenda en fyrir nokrum vikum síðan. Í könnun sem þýska efnahagsstofnunin stóð fyrir kom fram að framleiðendur horfu nú fram á veginn með meiri bjartsýni en áður.

Framleiðendur yrðu samt að sýna þolinmæði en fyrr en síðar myndi almenningur fara að sjá til sólar. Eins og áður hefur marg oft komið fram hefur kórónuveirufaraldurinn leikið þennan iðnað ansi grátt.

Fram kom einnig hjá bílaframleiðendum að kórónaveiran væri búinn að valda mun meiri skaða en fjármálakreppan 2009.