Meirihluti fremur hlynntur þverun Vatnsfjarðar
Meirihluti er hlynntur þverun Vatnsfjarðar af því fram kemur í könnun sem unnin var af fyrirtækinu ENVALYS að beiðni Samgöngufélagsins. Svo sem í könnuninni kemur fram tóku 398 einstaklingar þátt í henni, en hún var öllum opin. Skiptust þeir í hópa eftir búsetu ( íbúar í Vesturbyggð, íbúar á Vestfjörðum utan Vesturbyggðar og íbúar annars staðar). Þá var þeim skipt eftir kyni og loks eftir aldri, (yngri en 25 ára, 25 til 44 ára, 45 ára til 66 ára og 67 ára og eldri).
Greiða mátti atkvæði á kvarðanum 0 til 6 eftir því hversu andvígur eða hlynntur viðkomandi var þar sem 0 var “mjög andvígur”, 3 var “hvorki né” og 6 “mjög hlynntur”. Ekki vitað til að könnun sem þessi hafi áður farið fram en ætlunin með henni var að gefa almenningi kost á að lýsa skoðun sinni á í tengslum við mögulegar vegaframkvæmdir við undirbúning aðalskipulags.
Tilgangur Samgöngufélagsins er að stuðla að sem mestum framförum í samgöngum á og við Ísland. Í tengslum við auglýsingu Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018 - 2035, stóð félagið, í júní 2021, fyrir könnun um þverun Vatnsfjarðar í Vesturbyggð. Eins og áður kom fram var könnunin unnin af fyrirtækinu ENVALYS að beiðni Samgöngufélagsins. Engum persónugreinanlegum gögnum var safnað í þessari könnun
Niðurstöður voru í sem stystu máli þær að svör þátttakenda við spurningunni “Almennt séð, hversu andvíg(ur) eða hlynnt(ur) ertu þverun Vatnsfjarðar” hlaut 4,44. Marktækur munur var milli karla og kvenna eða 3,57 meðal kvenna en 4,64 meðal karla en aðeins um 20% þátttakenda voru konur . Ekki var marktækur munur milli aldurshópa en milli búsetuhópa var mest fylgni við þverun meðal íbúa á Vestfjörðum utan Veturbyggðar eða 4,71, þá meðal íbúa í Vesturbyggð eða 4,38 og loks íbúa utan Vestfjarða eða 4,13.
Ýmsan annan fróðleik má lesa úr könnuninni auk þess sem allir gátu tjáð sig um þá tillögu sem kynnt var og má sjá þær athugasemdir allar orðréttar í könnuninni. Verður að telja að líta beri til niðurstöðu þessarar könnunar við frekari undirbúning að ákvörðun um veglínur í Vatnsfirði í tengslum við gerð aðalskipulags Vesturbyggðar.
Þess má geta að af hálfu Samgöngufélagsins voru sendar inn athugasemdir við aðalskipulag Vestfjarða, dags. 24. júní sl., að því er varðar þverun Vatnsfjarðar og má nálgast þær á vef Samgöngufélagsins hér sem og niðurstöður könnunarinnar https://samgongur.is/vatnsfjordur/ .