Mercedes Benz-safninu í Stuttgart lokað sl. laugardag

http://www.fib.is/myndir/Mercedes_170S_Cabriolet.jpg
Mercedes Benz 170 blæjubíll frá því um 1950.

Sl. laugardagskvöld var Mercedes Benz safninu í Stuttgart í höfuðstöðvum fyrirtækisins lokað endanlega. Benz safnið er trúlega mest sótta verksmiðjusafn í veröldinni. En látið eigi hugfallast – safnið verður opnað á nýjum stað þann 20. Maí nk. í bænum Untertürkheim, dágóðan spotta frá Stuttgart, þar sem er stór Mercedes Benz verksmiðja.

Mercedes safnið í Stuttgart hefur lengi verið mjög vinsælt meðal bílaáhugamanna, áhugamanna um sögu Þýskalands og ferðafólks almennt. Það var opnað árið 1961 og síðan þá hafa yfir þrettán milljón manns komið í safnið.