Mercedes E-Class sigurvegari öryggisprófanna hjá Euro NCAP
Mercedes E-Class varð sigurvegari öryggisprófanna árið 2024 hjá evrópsku árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP. Stofnunin framkvæmdi árekstrarprófanir á 44 bílategundum árið 2024.
Euro NCAP framkvæmdi árekstrarprófanir á 44 bílategundum árið 2024 og tók saman niðurstöður með því að velja þá bestu í sínum flokki og heildarsigurvegara í árekstraröryggi.
Bílaframleiðendur haldi áfram að leggja mikla áherslu á nýstárlegar öryggislausnir
,,Bílaiðnaðurinn átti erfitt ár 2024, sem einkenndist af litlu trausti neytenda og erfiðum efnahagsaðstæðum," segir Michiel van Ratingen, framkvæmdastjóri Euro NCAP, í fréttatilkynningu. Ratingen telur að þrátt fyrir áskoranirnar haldi bílaframleiðendur áfram að leggja mikla áherslu á nýstárlegar öryggislausnir, auk þess að búa bílana nýjum öryggiskerfum.
,,Þeir setja öryggi neytenda í forgrunn hönnunarinnar, eins og það á að vera,“ segir Ratingen ennfremur.
Bíltegundin sem hlaut besta heildarstigafjöldann var Mercedes-Benz E-Class.Enginn hafði hærra vegið meðaltal í þeim fjórum öryggisflokkum sem Euro NCAP metur sem er vernd fullorðinna farþega, vernd barna, vernd berskjaldaðra vegfarenda og ökumannaaðstoðartækni.
Zeekr X öruggasti rafbíllinn
Kínverski bíllinn Zeekr X varð efstur í flokki lítilla jepplinga. Þar var mjög jafnt á milli bíla en sú kínverska var naumlega á undan mörgum öðrum eins og Deepal S07, Porsche Macan, Cupra Tavascan, MG HS, Toyota C-HR, Volvo EX30 og Xpeng G6. Zeekr X var að auki öruggasti rafbíllinn.
Í flokki stórra fjölskyldubíla var jafnt á milli Volkswagen Passat og Skoda Superb sem skiptu með sér fyrsta sætinu. Þessar tvær bíltegundir eru byggðar á sama undirvagni.
Mazda CX-80 var hins vegar sigurvegari í flokki "stórra jepplinga", naumlega á undan Audi Q6 e-tron. Euro NCAP segir einnig frá því að rafmagns-pallbíllinn Maxus eTerron 9 hafi náði góðum árangri í öllum prófunum. Í sumum bílaflokkum var enginn sigurvegari útnefndur þar sem of fáar tegundir voru prófaðar.