Met hjá ŠKODA

Á tímabilinu janúar-júní á þessu ári seldust  522.500 Skódabílar í heiminum en það er 12,5 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Nýliðinn júnímánuður var sá söluhæsti í sögu Skoda í Tékklandi en þá tóku kaupendur við 94.500 nýjum Skódabílum (87.400 í júní í fyrra). Það er einkanlega hin nýja kynslóð Skoda Octavia sem fellur bílakaupendum í geð en sala á Octavia jókst í V. Evrópu um 47,7 prósent miðað við sama tímabil í fyrra.

Hjá Skoda í Tékklandi eru menn bjartsýnir á framhaldið og vænta þess að nýjar gerðir eins og hinn fjórhjóladrifni Octavia Scout sem væntanlegur er í ágúst og ný kynslóð Skoda Fabia sem frumsýnd verður á bílasýningunni í París í september, muni falla kaupendum í geð. Þá hefur v. Evrópski bílamarkaðurinn tekið vel á móti Octavia G-TEC sem gengur fyrir gasi. Því vænta Skódamenn þess að vöxturinn muni halda áfram á fullri ferð næstu mánuði og ár.

Skoda efldist á öllum markaðssvæðum V. Evrópu á fyrri helmingi þessa árs en mis mikið. Í heild varð vöxturinn í V. Evrópu 17 prósent miðað við jan.-júní sl. ár. Í ár seldust tæplega 218 þúsund Skódar þar, en 186.200 á sama tíma 2013. Í Þýskalandi varð vöxturinn 12,2 prósent (76.600 seldir bílar) og er Skoda því mest selda innflutta bíltegundin í Þýskalandi. Í Bretlandi jókst salan um 24.7 %  (40.900 seldir bílar), í Frakklandi um 11,3%, á Spáni 39% og í Sviss 10,9%.

Í nýliðnum júní seldust einstakar gerðir Skodabílar á heimsvísu sem hér segir:

ŠKODA Octavia (34.300; +3.4 %)
ŠKODA Fabia (14.900; -24.3 %)
ŠKODA Superb (8.100; -1.2 %)
ŠKODA Yeti (9.800; +14.2 %)
ŠKODA Roomster (2.500; -32.7 %)
ŠKODA Rapid (21.000; +124.2 %)
ŠKODA Citigo (aðeins á Evrópumarkaði: 4.000; -15.9 %)