Metsala hjá Skoda

http://www.fib.is/myndir/SkodaSuperb.jpg

Nýliðinn marsmánuður er sá besti í sögu Skoda í Tékklandi frá upphafi vega. Alls seldust 52.852 Skodabílar og er það langmesta sala í sögu Skoda frá upphafi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust alls 129.778 Skodabílar og jókst salan um 18,5% miðað við sama tíma í fyrra.  Það er því greinilegt að velgengni þessa gamla merkis á síðasta ári ætlar að halda áfram á þessu ári, eða svo má í það minnsta ætla.

Mest seldu gerðirnar eru Fabia, Octavia og Superb. Salan á Fabia jókst um 7,2%, salan á Octavia jókst um heil 31,7% og salan á Superb um 14,7%.

Sterkustu markaðir Skoda eru í Þýskalandi, Spáni, Belgíu, Indlandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Frakklandi, Úkraínu, Sviss, Írlandi, Danmörku, Finnlandi, Luxembourg, Litháen, Lettlandi, Grikklandi Búlgaríu. Í Danmörku er markaðshlutdeild Skoda 6 prósent og á Íslandi er hún ca. 5% og vaxandi.