Mik­il óvissa og óboðleg stjórn­sýsla

Að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, eru stjórnvöld að hækka bif­reiðar­gjöld um of. Runólfur seg­ir það vera óboðlegt að enn séu þætt­ir í nýju fjár­laga­frum­varpi skild­ir eft­ir í óvissu. Þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is um helgina.

Eins kynnt var í nýju fjárlagafrumvarpi í upphafi síðustu viku munu bif­reiðagjöld hækka um 3,5% á næsta ári en auk þeirr­ar hækk­un­ar er boðuð hækk­un á lág­marki gjalds­ins sem lagt er á fólks­bíla. Það fer þá úr 15.080 kr. í 20.000 kr. á hvern bíl. Á sú hækk­un að skila rík­inu 1,3 millj­örðum kr. í viðbót­ar­tekj­ur á næsta ári.

Veru­leg hækk­un á milli ára

Runólfur segir að hér sé um ræða mjög mikla hækkun. Á síðasta ári var grunn­gjaldið hækkað veru­lega, auk þess sem hækkað var miðað við verðlags­stuðla. Þannig þetta er veru­leg hækk­un á milli ára, á sama tíma og að það er sam­drátt­ur í fram­kvæmda­fé til Vega­gerðar­inn­ar. Runólfur bendir á að að áætlan­ir rík­is­sjóðs varðandi tekj­ur af bíl­um og um­ferð á þessu ári hafi verið miklu lægri en raun­tekj­ur virðast ætla vera, miðað við þá frum­varpið fyr­ir þetta ár. Sem dæmi nefn­ir hann að í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir þetta ár hafi tekj­ur af bif­reiðar­gjaldi, eldsneyt­is­gjöld­um og inn­flutn­ings­gjöld­um öku­tækja vaxið um ríf­leg 15% um­fram það sem ætlað var í samþykktu frum­varp­inu.

„Við hjá FÍB lögðum til fyrr á ár­inu að al­veg um­turna skatt­heimtu á öku­tækj­um. Það yrði farið út í kíló­metra­gjald­töku á öll öku­tæki og þar með væru líka felld niður eldsneyt­is­gjöld og bif­reiðar­gjaldið,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Stjórn­völd áforma nú aft­ur á móti að setja ein­hvers kon­ar kíló­metra­gjald á hrein­orku­bíla en „það er miður að þau skuli ekki hafa farið alla leið“.

„Það reynd­ar ligg­ur ekki fyr­ir hvernig eigi að leysa úr þessu kíló­metra­gjaldi. Það hlýt­ur að koma fram á næst­unni.“

„Þetta skap­ar vissu­lega óvissu fyr­ir kaup­end­ur og söluaðila,“ seg­ir Run­ólf­ur.

„Þarna eru líka óákveðin út­gjöld. Það er talað um það að það verði ein­hvers­kon­ar íviln­un á kaup raf­orku­bíla. En það virðist vera hluti af ein­hverj­um potti sem í verður ým­is­legt annað – upp­bygg­ing innviða varðandi raf­bíla­hleðslur, styrk­ir vegna ár­ang­urs fyr­ir­tækja við að draga úr kolt­ví­sýr­ings­los­un,“ seg­ir hann og bend­ir á að enn eigi eft­ir að út­færa hversu mikl­ir fjár­mun­ir eigi að fara til neyt­enda sem eru t.d. að kaupa sér raf­bíl.

„Það er ekki boðleg stjórn­sýsla að vinna með svona „stefnt er að“ og „og von­ast er til“ því auðvitað á þetta að liggja fyr­ir með löng­um fyr­ir­vara. Fólk í rekstri þarf að gera áætlan­ir, pant­an­ir og svo fram­veg­is. Það er þarna ein­hver óvissuþátt­ur sem er allt of stór sem er skil­in eft­ir, núna í sept­em­ber­mánuði, gal­op­inn,“ seg­ir hann og bend­ir á að mik­il óvissa skap­ist fyr­ir neyt­end­ur, t.d. um hversu mikið bíla­verð hækk­ar um ára­mót. Þetta er skilið eft­ir í óvissu. Þetta er ekki góð stjórn­sýsla,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda.