Mik­il­vægt á þessu stigi að ein­hver op­in­ber aðili stígi fram

"Við telj­um mjög mik­il­vægt á þessu stigi að ein­hver op­in­ber aðili stígi fram. Þarna þurfi ljós­lega ein­hver slík­ur aðili að grípa inn í. Það þurfi að tryggja það að þetta at­hæfi hafi ekki átt sér stað í til­felli annarra bif­reiða sem Procar hafi selt. Fyr­ir liggi aðeins orð for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins um að þessi iðja hafi aðeins verið stunduð á ákveðnu tíma­bili og hafi verið hætt. Til þess þurfi ein­hver aðili að fara þarna inn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB í samtali við mbl.is. þegar málefni bílaleigunnar Procar voru borin undir hann.

Forsvarsmenn Procar hafa viðurkennt að kíló­metra­mæl­ar að minnsta kosti um eitt hundrað bif­reiða sem það hef­ur selt hafi verð færðir niður. Bíla­leig­an var í gær rek­in úr Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar vegna máls­ins.

Run­ólf­ur bend­ir á að Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar telji nauðsyn­legt að farið verði í at­hug­un á þess­um mál­um hjá bíla­leig­um með stikkpruf­um enda ljóst að þetta mál skaðar ekki aðeins orðspor Procar held­ur einnig bíla­leigu­grein­ar­inn­ar í heild og bíl­grein­ar­inn­ar enda kunni um­rædd­ar bif­reiðar síðan að ganga kaup­um og söl­um áfram. Það sem er þó al­var­leg­ast sé aðför­in að ör­yggi neyt­enda sem þessi starf­semi feli í sér.

Viðtalið við Runólf á mbl.is má lesa hér.