Mikil aukning í sölu á rafbílum hjá Brimborg

Brimborg hefur það sem af er ári afhent og forselt 92 Peugeot rafbíla eða tengiltvinn rafbíla en á sama tíma í fyrra var enginn rafmagnaður bíll í boði frá Peugeot. Árið 2020 er vendiár í framboði og sölu Peugeot rafbíla.

 Á dögunum frumsýndi Brimborg enn einn rafbílinn, Peugeot e-2008, 100% hreinan rafbíl. Fyrir voru í boði Peugeot 3008 PHEV tengiltvinn rafbíll og Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll ásamt Peugeot 508 PHEV tengiltvinn rafbíl.

 Stefna Peugeot bílaframleiðandans er að rafbílavæða allt sitt bílaúrval fyrir árið 2025. Vegferðin hófst með Peugeot 3008 PHEV, fjórhjóladrifnum tengiltvinn rafbíl, næst kom Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll sem var kosinn Bíll ársins í Evrópu 2020. Síðan bættist Peugeot 508 PHEV tengiltvinn rafbíllinn við og loks er það nýjasta útspilið, Peugeot e-2008, 100% hreinn rafbíll með jeppalagi, góða veghæð og háa sætisstöðu.