Mikill uppgangur hjá Volvo

Velgengni sænska bílaframleiðandans Volvo heldur áfram en núna liggur fyrir uppgjör fyrirtækisins fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Veltan á fyrri helmingi ársins nam 130 milljörðum sænskra króna  og hefur aldrei verið meiri. Alls seldi Volvo rúmlega 340 þúsund bíla á þessum tíma sem er aukning um 7.3% frá fyrra ári.

Mikill uppgangur hefur verið hjá Volvo sænska bílaframleiðandanum hin síðustu ár. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð.

Forsvarsmenn Volvo eru mjög bjartsýnir á framhaldið og er útlitið fyrir að enn eitt metárið líti dagsins ljós. Markaðshlutdeild hefur aukist á öllum svæðum síðustu ár.