Miklar hræringar á olíumarkaði

Verð á banda­rískri hrá­ol­íu, West Texas In­ter­media­te, sem af­henda á í næsta mánuði lækkaði umtalsvert í gær. Ekki er um að ræða Brent-olíu sem notuð er á evr­ópsk­um mörkuðum. Ástæðuna má rekja til minni notkunar notkunar á olíu í flugi almennt og ennfremur í siglingum og í akstri vegna kórónafaraldursins. Verð á tunnunni var komin undir tíu dollara.

Eftirspurning er í sögulegu lágmarki, birgðir hrannast upp, birgðar- og olístöðvar geta ekki tekið á móti meiri olíu og í kjölfarið ríkur verðið niður úr öllu valdi. Verð á bandarískri hráolíu hefur ekki verið lægra allar götur síðan 1983.

Ekki er um að ræða Brent-olíu sem notuð er á evr­ópsk­um mörkuðum. Verð á henni hefur lækkað samt, ekki þó í neinni líkingu við þá bandarísku. Olíufélögin hér kaupa olíu frá Statoil í Noregi. Tunnan á Brent-Norðursjávarolíu, sem afgreitt verður í sumar, var í morgun í rúmlega 20 dollurum.

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, funduðu í upphafi síðustu viku og var ákveðið að draga úr framleiðslunni og fá þannig verðið upp á ný. Þau áform gjörsamlega mistókust og spá sérfræðingar miklum hræringum á olíumarkaði á næstunni.