Miklar tollahækkanir á kínverska rafbíla í Bandaríkjunum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að grípa til mikilla hækkunar á tollum á vörum frá Kína. Hækkununum er sérstaklega beint að rafbílum, stáli og rafhlöðum. Tollar á rafbílum munu hækka úr 25% í 100%.

Gríðarlegur innflutningur hefur verið á rafbílum á síðustu árum til Bandaríkjanna og er Evrópa ekki undanskilin í þessum efnum. Bílar frá Kína hafa verið á töluverðu lægra verði og hefur það óneitanlega komið niður á bandarískum bílaiðnaði.

Nú finnst stjórnvöldum í Bandaríkjum komið nóg og hafa því ákveðið að hækka tolla verulega á rafbílum frá Kína. Stjórnvödld í Kína eru æf yfir þessari ákvörðun í Bandaríkjunum og telja hana brot á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Kínverjar ætla að berjast með kjafti og klóm til að verja rétt sinn og hagsmuni.